Skagahraðlestin vekur athygli – hér getur þú hlustað á alla þættina


Björn Þór Björnsson og Snorri Kristleifsson hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt framtak.

Þeir félagar sjá um að gefa út hlaðvarpsþátt fyrir hvern heimaleik meistaraflokks karla í Pepsi-Maxdeildinni.

Snorri sér um tæknimálin en Björn Þór er stjórnandi þáttarins.

Það eru margir sem hafa nú þegar komið um borð í Skagahraðlestina.

Aðilar sem tengjast félaginu með einum eða öðrum hætti.

Alls hafa þeir gefið út fimm þætti og er hægt að hlusta á þá hér fyrir neðan.

Smelltu einfaldlega á örina í myndunum hér fyrir neðan og þá byrjar þátturinn.