Fjórir Skagamenn koma við sögu í úrvalsliði fotbolti.net


Tryggvi Hrafn Haraldsson framherji ÍA er í úrvalsliði umferða 1.-11. hjá fótboltafréttavefnum fotbolti.net.

Óttar Bjarni Guðmundsson og Stefán Teitur Þórðarson eru á varamannabekknum í þessu úrvalsliði sem birt var í dag.

Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, sem hefur komið sterkur inn í byrjunarlið KR, er einnig í 16 manna hópnum hjá fotbolti.net.

Tryggvi Hrafn Haraldsson – ÍA: Var valinn besti leikmaður fyrsta þriðjungs af lesendum Fótbolta.net. Skagamenn hafa gefið eftir og flug hans hefur lækkað en hann nær þó sæti í úrvalsliðinu.

Nánar hér: