Vatnsbúskapurinn í Berjadalsánni hefur heldur betur breyst á skömmum tíma eins og sjá má á þessum myndum sem Skagamaðurinn Sævar Jónsson tók með tveggja vikna millibili.
Efri myndina tók Sævar þann 14. júní s.l. þegar hann var á göngu með hundinn. Á þeim tíma hafði vart komið dropi úr lofti í formi úrkomu í margar vikur á Vesturlandi.
Sævar var aftur á ferðinni með hundinn hálfum mánuði síðar þegar síðari myndin var tekin.
Af þessu má ráða að Sævar blikksmiður er mjög duglegur að fara út með hundinn.
Sævar var ekki langt frá réttinni sem er við Berjadalsá þegar hann tók þessar myndir.
Samkvæmt bestu heimildum var þetta svæði „ísnáma“ fyrir HB og CO og fleiri fyrirtæki sem þurftu á ís að halda í starfsemi sína.