Skagakonur létu að sér kveða á fjölmennu golfmóti kvenna á Garðavelli


Opin kvennamót hafa ávallt notið vinsælda hjá Golfklúbbnum Leyni. Kllúbburinn var á meðal frumkvöðla á sínum tíma að setja á laggirnar golfmót sem voru sérstaklega ætluð fyrir konur – og má þar nefna að Akraprjónsmótið í því samhengi.

Um s.l. helgi tóku rúmlega 120 konur þátt á Opna Helena Rubinstein mótinu sem fram fór laugardaginn 29 júní. Veðrið lék við keppendur á glæsilegum Garðavelli sem er í frábæru ástandi.

Kylfingar úr Leyni voru í verðlaunasætum eins og sjá má hér fyrir neðan:

Úrslit voru eftirfarandi: 

Forgjafaflokkur 0-27,9 punktar með forgjöf: 
1. Karitas Sigurvinsdóttir GS, 42 punktar
2. Svala Óskarsdóttir GR, 41 punktur (betri á seinni níu)
3. Helga Dís Daníelsdóttir GL, 41 punktur

Forgjafaflokkur 0-27,9 punktar án forgjafar:
1. Anna Sólveig Snorradóttir GK
2. Berglind Björnsdóttir GR
3. Arna Magnúsdóttir GL

Forgjafaflokkur 28-54 punktar með forgjöf:
1. Hervör Poulsen GÁ, 41 punktur
2. Jensína Valdimarsdóttir GL, 39 punktar
3. Gunnhildur Björnsdóttir GL, 37 punktar

Forgjafaflokkur 28-54 punktar án forgjafar:
1.Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir GKG
2.Sigrún Hinriksdóttir GKG
3.Sandra Margrét Sigurjónsdóttir GL

Nándarverðlaun:
3.hola Arna Magnúsdóttir GL 2.22m
8.hola Þóra Pétursdóttir GM 2.84m
18.hola Arna Magnúsdóttir GL 1.85m