Hver er hrekkjalómurinn Hannes sem kennir sig við Innnes?


Það eru margir sem aka Innnes-veginn til og frá Akranesi á hverjum einasta degi.

Vegamótin eru vel merkt þar sem að Akrafjallsvegur og Innnesvegur mætast með vegaskilti 503.

Nýverið fékk ritstjórn Skagafrétta ábendingu um að einhver hefði breytt merkingunni á Innnesvegi 503 skiltinu sem er við vegamótin á Akrafjallsvegi og Innnesvegi.

Þar stendur einfaldlega Hannes.

Spurningin er, hver er Hannes? Og hver ber ábyrgðina á þessum gjörningi?


Er það Hannes Hafstein sem var ráðherra Íslands 1904–1909 og 1912–1914 og Forseti sameinaðs þings 1912?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðum á Íslandi?

Hannes Þór Halldórsson knattspyrnumarkvörður, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins?

Hannes Viktor Birgisson, Skagamaður, félagi í Club 71 og fagmaður í málarastéttinni er einnig nefndur til sögunnar.