Gulir og glaðir Skagamenn á miklum endaspretti og nálgast París


Skagamenn eru áberandi stór hluti af liðinu Team Rynkeby sem hefur á undanförnum dögum hjólað frá Danmörku í áttina að París í Frakklandi.

Markmiðið er að safna fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum og hefur söfnunin gengið vel að venju.

Hópurinn kemur í mark á morgun, laugardaginn 6. júlí.

Frá vinstri: Guðmundur, Guðrún, Lilja. Svanborg, Dóra Scott og Gísli.

Skagamenn sem eru búsettir á Akranesi og eru í hópnum að þessu sinni eru: Guðmundur Jónsson, Guðrún Sigríður Gísladóttir, Lilja Kristófersdóttir, Svanborg Frostadóttir, Dóra Björk Scott, Gísli Jens Guðmundsson.

Þar að auki eru fjöldi Skagamanna í hópnum sem eru ekki lengur búsettir á Akranesi.

Dagbjartur Vilhjálmsson, fæddur og uppalinn á Akranesi.

Bjarni Óli Haraldsson, fæddur og uppalinn á Akranesi, fæddur 1968.

Haukur Sigurðsson, frá Leirá.

Hrönn Jónsdóttir, fyrrum íþróttakennari á Akranesi.

Kristinn Reimarsson, fyrrum íþrótta – og æskulýðsfulltrúi á Akranesi.