Það er nóg um að vera á Írskum dögum í dag – hér er dagskráin sem er í boði fyrir gesti bæjarhátíðarinnar.
🍀08:00-13:00 Opna Guinness á Garðavelli
Texas scramble mót með glæsilegum vinningum.
🍀 10:30-12:00 Sandkastalakeppni á Langasandi í boði Hans
og Grétu. Vegna sjávarfalla fer keppnin að þessu sinni fram á Langasandskrika næst Sólmundarhöfða. Verðlaun í fjórum flokkum: Besti Kastalinn, fallegasta listaverkið, yngsti keppandinn og fjölskyldan saman.
🍀11:00-12:00 Helgasund til minningar um Helga Hannesson
Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyrir sjósundi frá Sementsbryggju að Langasandi.
Siglingafélagið Sigurfari verður með kynningu á kajökum og optima bátum. Boðið uppá að prufa.
🍀11:00-15:00 Leirbakarar renna leir, Leirbakaríinu Suðurgötu 50a
Kolla og Maja Stína verða í leirbakaríinu og sýna rennslu á leir.
🍀11:00-22:00 Nerfbyssur og boltafjör á túni við Suðurgötu 91-95
🍀12:00-18:00 Skottmarkaður á bílaplani Brekkubæjarskóla
🍀12:30-16:30 Skemmtidagskrá við Akratorg
Hlynur Ben kynnir dagskránna, meðal atriða eru BMX Bros, Ingó Geirdal töframaður, pétur Jóhann Sigfússon, sirkusfjör, rauðhærðasti Íslendingurinn 2019 krýndur ásamt dans- og tónlistaratriðum.
🍀13:00-17:00 Andlitsmálun við Akratorg FRÍTT