SkagaTV: Metfjöldi á Brekkusöngnum – hvað voru margir í brekkunni?


Metfjöldi mætti í gær í blíðskaparveðri á Brekkusöngin sem fram fór í gær við Akranesvöll. Þetta er í 12. sinn sem Brekkusöngurinn fer fram en um 1.000 manns mættu á viðburðinn þegar hann fór fram í fyrsta sinn.

Gera má ráð fyrir að rúmlega 5.000 manns hafi mætt í gær en viðburðurinn er skipulagður af Club 71 í samvinnu við Lopapeysuna.

Brekkusöngurinn á Akranesi á Írskum dögum er því næst stærsta samkoma af þessar tegund – fyrir utan Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum.

Hér getur þú séð og hlustað á það sem fram fór í gær – en sýnt var beint frá Brekkusöngnum á fésbókarsíðu Skagafrétta. Rúmlega 4.000 hafa nú þegar horft á þetta myndband.