Skagahraðlestin á fullri ferð – árið 1979 rifjað upp í skemmtilegum þætti


Björn Þór Björnsson og Snorri Kristleifsson halda áfram að dæla út áhugaverðu efni í hlaðvarpsþættinum Skagahraðlestin.

Þeir félagar sjá um að gefa út hlaðvarpsþátt fyrir hvern heimaleik meistaraflokks karla í Pepsi-Maxdeildinni.

Snorri sér um tæknimálin en Björn Þór er stjórnandi þáttarins.

Í sjötta þætti er rætt við Jón Gunnlaugsson þar sem að árið 1979 er rifjað upp. Keppnistímabilið var litríkt og hófst með þriggja vikna keppnis – æfingaferð ÍA til Indónesíu.

ÍA lék tvívegis gegn Feyenoord og um haustið fékk ÍA tækifæri að leika gegn Barcelona í Evrópukeppninni.

Alls hafa þeir gefið út sex þætti og er hægt að hlusta á þá hér fyrir neðan.

Smelltu einfaldlega á örina í myndunum hér fyrir neðan og þá byrjar þátturinn.