Arnór skoraði þrennu fyrir CSKA Moskvu – hér getur þú séð mörkin


Arnór Sigurðsson skoraði þrennu í dag í æfingaleik með CSKA Moskvu gegn Rubin Kaza. Bæði liðin leika í efstu deild í Rússlandi.

Skagamaðurinn skoraði fyrsta markið á 14. mínútu, og hann bætti við tveimur mörkum með stuttu millibili þegar um 10 mínútur voru eftir leiknum.

Arnór er að hefja sitt annað tímabil með CSKA Moskvu en hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð. Arnór er fæddur árið 1999 og er því tvítugur.