Fjölmenni tók þátt í Helgasundinu á Írskum dögum í frábæru veðri


Fjölmenni tók þátt í sjósundi á Írskum dögum þar sem að minningu Helga Hannessonar íþrótta – og sundkennar á Akranesi var haldið á lofti.

Helgi Hannesson var frumkvöðull á þessu sviði og synti reglulega í sjónum við Langasand. Löngu áður en sjósund varð vinsælt á Íslandi.

Synt var frá Sementsbryggjunni og komið í land til móts við Guðlaugina á Langasandi. Vegalengdin er um 900 metrar.

Eins og áður segir var vel mætt í Helgasundið. Stórkostleg veðurblíða og sléttur sjór eins og sjá má á þessum myndum sem Guðni Hannesson formaður Sjóbaðsfélags Akraness birti á fésbókarsíðu félagsins.

Kajakræðarar fylgdu sundfólkinu eftir og öryggismálin voru í góðu lagi.