Sævar Freyr ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar – hlustaðu á viðtalið


Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, var í viðtali í síðdegisþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Þar fór Sævar Freyr yfir þá hluti sem snúa að Akraneskaupstað vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda á Kjalarnesi.

Eins og kunnugt hefur Skipulagsstofnun ákveðið að framkvæmdir við 2+1 veg á Kjalarnesi eigi að fara í umhverfismat. Slík ákvörðun tefur framkvæmdina um marga mánuði ef ekki nokkur ár.

„Við erum gríðarlega ósátt við þessa niðurstöðu eftir allan þennan tíma,“ sagði Sævar Freyr í viðtalinu sem hlusta má á hér fyrir neðan.