Öllum tilboðum hafnað vegna búnaðar í nýtt fimleikahús


Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hafnaði öllum tilboðum sem bárust vegna kaupa á búnaði í nýtt fimleikahús við Vesturgötu.

Kostnaðaráætlun VSÓ hljóðaði upp á 70 milljónir kr.

Alls bárust fjögur tilboð. Þrjú þeirra komu frá sama fyrirtækinu, Altis, en Fimleikar.is buðu einnig í verkefnið.

Altis nr.1 kr.120.923.724

Altis nr.2 kr.116.336.814

Altis nr.3 kr.111.444.474

Fimleikar.is kr.114.918.790

Eins og áður segir var öllum tilboðunum hafnað. Horft verður til þess að bjóða út búnað í fimleikahúsi að nýju.