Sjáðu markið hjá Herði Inga gegn Grindavík


ÍA og Grindavík gerðu 1-1 jafntefli í gær í Grindavík í Pepsi-Maxdeild karla í knattspyrnu.

Hörður Ingi Gunnarsson skoraði mark ÍA eftir laglega sendingu frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni. Góð samvinna hjá varnarmönnunum sem leika sem vinstri og hægri bakverðir í liði ÍA.

Grindvíkingar jöfnuðu skömmu síðar og þriðja jafntefli ÍA á leiktíðinni staðreynd.

ÍA er í þriðja sæti deildarinnar eftir 12 umferðir, með 21 stig, en þar fyrir ofan eru Breiðablik og KR.