Jón Gísli Eyland Gíslason missir ekki af næsta leik ÍA í Pepsi-Maxdeildinni gegn KA sunnudaginn 21. júlí.
Jón Gísli hefur verið í byrjunarliði karlaliðs ÍA í undanförnum leikjum en hann er 17 ára gamall og kom til ÍA frá Tindastóli s.l. vetur.
Til stóð að Jón Gísli færi með U-18 ára landsliði karla í vináttuleiki gegn Lettlandi sem fram fara 19. og 21. júlí. Þ
Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur kallað Eyþór Aron Wöhler, ÍA, og Arnór Gauta Jónsson, Aftureldingu inn í stað Jóns Gísla Eyland og Valgeirs Valgeirssonar verða ekki með liðinu.
Eyþór Aron gekk til liðs við ÍA í maí á þessu ári en hann lék upp yngri flokkana með Aftureldingu. Eyþór Aron hefur leikið með 2. flokki ÍA þessari leiktíð.
Hann er fæddur árið 2002 líkt og Jón Gísli.