Þú getur æft eins og Arnór Sig, Oliver og Ísak hjá þjálfurum Norrköping!


Framundan er spennandi verkefni sem stendur ungu fólki á Akranesi til boða. Um er að ræða knattspyrnuskóla ÍA í samvinnu við sænska atvinnumannaliðið Norrköping – og fer hann fram vikuna 12.-16. ágúst 2019.

Tengsl ÍA og Norrköping hafa styrkst mikið á undanförnum árum og í herbúðum liðsins eru tveir ungir leikmenn úr ÍA, Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. A-landsliðsmaðurinn úr CSKA-Moskvu, Arnór Sigurðsson, hóf atvinnumannaferilinn hjá sænska liðinu áður en hann var seldur fyrir metfé til CSKA í Moskvu.

Skólanum verður stýrt af þjálfurum frá Norrköping. Þeir hafa yfirumsjón með verkefninu og fylgjast þannig með ungum og efnilegum iðkendum ÍA.

Námskeiðið er ætlað strákum og stúlkum fædd 2003-2010.

Skráning stendur yfir en henni lýkur 2. ágúst.

Æfingarnar fara fram á æfingasvæði ÍA, Jaðarsbökkum.
Árgangar 2010-2007: Æfa frá mánudegi til föstudags frá 10:00-11:30
Árgangar 2006-2003: Æfa frá mánudegi til föstudags frá 13:00-14:30

Verð: 25.000 kr

Innifalið:
Hressing á æfingu
Bolur/stuttbuxur (sérmerkt ÍA og Norrköping)
:
Skráningin er opin inná Nóra, hægt er að ganga frá skráningu á ia.felog.is.