Gleði og vinátta einkenndi heimsókn Got Agulu hjá ÍA


Ísak Örn Elvarsson skrifar og tók myndirnar:

Það ríkti mikil gleði og vinskapur í dag á æfingu 4. flokks drengja á Akranesi. Gestirnir á æfingunni komu alla leið frá Kenía og skemmtu þeir sér konunglega á æfingasvæðinu á Jaðarsbökkum. Um var að ræða leikmenn úr liðinu Got Agulu sem tekur þátt í ReyCup í heimsókn sinni á Íslandi.

Eins og greint var frá í gær á Skagafréttir fór í gang söfnun á Akranesi til þess að styðja innra starf liðsins frá Kenía.

Leikmennirnir fara með fullar ferðatöskur til baka þegar þeir fara frá Íslandi eins og sjá á má á myndunum sem teknar voru í dag á æfingunni og í íþróttamiðstöðinni við Jaðarsbakka.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/07/17/fotboltalid-fra-kenia-heimsaekir-akranes-ia-oskar-eftir-toskum-og-ithrottafatnadi-fyrir-drengina/