Arnór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark fyrir CSKA Moskvu í dag í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þetta var fyrsti sigur CSKA í deildinni en mótherjinn var lið Orenburg og var þetta 2. umferð úrvalsdeildarinnar.
Markið skoraði Arnór á 38. mínútu. Myndbandið hér fyrir neðan segir allt sem segja þarf um markið sem var stórkostlegt.