Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar á meðal umsækjanda í Reykjanesbæ


Þorgeir Hafsteinn Jónsson, fjármálastjóri Akraneskaupstaðar, er á meðal 16 umsækjenda um starf fjármálastjóra Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson hefur starfað fjármálastjóri Akraneskaupstaðar frá því í lok ársins 2016.

Umsækjendur um starf fjármálastjóra Reykjanesbæjar eru:

Bjarnólfur Lárusson
Brynja Blanda Brynleifsdóttir
Einar Símonarson
Guðmundur Kjartansson
Gunnsteinn R. Ómarsson
Harpa Björg Sævarsdóttir
Hlynur Sigursveinsson
Húni Húnfjörð
Karítas Häsler
Magnús Björgvin Jóhannesson
Regína Fanný Guðmundsdóttir
Sigríður Örlygsdóttir
Unnur Míla Þorgeirsdóttir
Þorgeir Hafsteinn Jónsson
Þorgeir Sæmundsson
Þórólfur Sigurðsson

Þorgeir er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Þorgeir hefur margra ára reynslu í fjármálum, fjárfestingum og fyrirtækjarekstri. Hann hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Íslensks eldsneytis ehf., verið fjármálastjóri hjá fjárfestingar- og fasteignafélaginu Þórsgarði hf., verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf hjá Ernst & Young ehf og sérfræðingur hjá Virðingu.