Unnar og Aron taka við sem þjálfarar kvennaliðs ÍA


Unnar Þór Garðarsson og Aron Ýmir Pétursson taka við sem þjálfarar hjá kvennaliði ÍA knattspyrnu. Frá þessu var greint á heimasíðu KFÍA í kvöld.

Þeir taka við starfinu af Helenu Ólafsdóttur og Anítu Lísu Svansdóttur, sem hættu störfum nýverið.

Unnar Þór hefur víðtæka reynslu sem þjálfari m.a. hjá Völsungi á Húsavík þar sem hann starfaði um árabil. Hann starfar sem kennari við Grundaskóla.

Aron Ýmir er einnig kennari við Grundaskóla en hann hefur nokkra reynslu sem þjálfari og hefur þjálfað yngri flokka ÍA að undanförnu.

Fyrsti leikur ÍA undir stjórn þeirra félaga er gegn toppliði FH á útivelli næsta fimmtudag.

ÍA er í 7. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 9 umferðir en alls eru 10 lið í deildinni.