Eiríkur metinn hæfastur sem sóttu um laust embætti landsréttardómara


Eiríkur Jónsson, lagaprófessor, var metinn hæfastur þeirra sem sóttu um laust embætti landsréttardómara. Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

Skagamaðurinn var á sínum tíma í sæti nr. 7 á lista hæfisnefndar við skipun dómara í Landsrétt.

Í lok maí afhenti Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, forseta Alþingis tillögu sína að skipun í embætti 15 dómara.

Fjórir umsækj­endur af þeim 15 sem nefndin hafði metið hæfasta voru ekki á listanum og í þeirra stað voru fjórir aðrir menn á listanum.

Þeir sem teknir voru af listanum voru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson, Jón Höskuldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.

Ástráður og Jóhannes Rúnar leituðu réttar síns vegna málsins.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði brotið stjórnsýslulög með því að skipa þá ekki og voru hvorum þeirra dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur.

Í kjölfarið leituðu Jón og Eiríkur einnig réttar síns og var íslenska ríkið dæmt til að greiða þeim skaða- og miskabætur.