ÞÞÞ yfirgefur ÍA – „Ég skil sáttur við klúbbinn minn“


Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur ákveðið að yfirgefa ÍA að svo stöddu og hefur félagið komist að samkomulagi að ljúka samningi hans við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA.

„Eftir miklar vangaveltur höfum ég og Knattspyrnufélag ÍA ákveðið að nú skilji leiðir. Ég skil sáttur við klúbbinn minn þar sem ég hef alist upp og átt allan minn feril fram til þessa. Hvað tekur við er ekki ákveðið. Mig langar að þakka ÍA og öllum sem koma að klúbbnum koma og strákunum í meistaraflokki sérstaklega fyrir frábær ár. Stuðningsmönnum ÍA vil ég svo færa sérstakar þakkir fyrir stuðning og hvatningu öll þessi ár.“ segir Þórður Þorsteinn.

Knattspyrnufélag ÍA þakkar Þórði fyrir frábært framlag til knattspyrnunnar á Akranesi og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.