Álmaðurinn 2019 – Myndasyrpa frá Skagafréttum


Það var frábær stemning í gær þegar Álmaðurinn fór fram á Akranesi.

Um var að ræða þríþrautarkeppni þar sem keppendur hjóla, klífa upp á Akrafjall, og synda í sjónum við Langasand.

Keppnin hófst við Akraneshöllina, þaðan var hjólað upp að Akrafjalli, hlaupið upp á Háahnúk, og niður aftur, hjólað til baka á Langasand þar sem syntir voru 400 metrar í sjónum.

Úrslitin voru ekki ljós þegar þessi frétt var skrifuð. Keppt var í liða – og einstaklingskeppni.

Keppendur voru fjölmargir og skemmtu sér vel eins og sjá má í þessari myndasyrpu sem þeir Sigurður Elvar Þórólfsson, Einar Logi Einarsson og Ísak Örn Elvarsson tóku í gær.