„Haltu kjafti“ -borgarinn á GK er besti hamborgarinn á Íslandi


„Haltu kjafti“ hamborgarinn á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi er besti hamborgarinn sem er í boði á Íslandi ef marka má skoðanakönnun sem útvarpsþátturinn Ísland Vaknar á K100 stóð fyrir.

Þar gátu hlustendur sagt sína skoðun á því hvaða hamborgari væri bestur á Íslandi. Rúmlega 300 tóku þátt með því að skrifa á fésbókarsíðu þáttarins og rökstyðja sitt val.

Gunnar Ólafsson eða Gunni Hó, einn af eigendum Gamla Kaupfélagsins var í viðtali á K100 nýverið þegar úrslitin voru kynnt.

Gunni Hó fór yfir leyndarmálin á bak við „Haltu kjafti borgarann“ – Chilli og piparostur, brie ostur og sultuðum rauðlauk, sæta og sterkt og allt saman í þessu.

Þessi borgari varð til þegar ég var að prófa eitthvað heima á grillinu á pallinum á Akranesi.

Þar var einn félagi minn sem sagði einfaldlega „Haltu kjafti“ hvað þessi er góður.

Þetta var svo skrítið nafn að ég ákvað að setja þetta á matseðilinn hjá okkur, “ segir Gunni Hó m.a. í viðtalinu hér að ofan.