Arnleifur Hjörleifsson var hetja Káramanna í kvöld þegar liðið sigraði Vestra í hörkuleik í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Kára sem er í harðri baráttu fyrir tilverurétti sínum í 2. deildinni.
Arnleifur skoraði sigurmarkið á 16. mínútu og er hægt að sjá markið hér í glæsilegri útsendingu ÍATV.
Með sigrinum er Kári með 14 stig í næst neðsta sæti og fallsæti – en Vestri er í 2. sæti deildarinnar á eftir Leikni frá Fáskrúðsfirði.