„Ég ætla að gráta aðeins um helgina og svo er það bara fulla ferð“


„Ég þakka fyrir hlýjar kveðjur sem ég hef fengið í vikunni. Ég ætla að gráta aðeins um helgina og svo er það bara fulla ferð! 💛,“ skrifar Arnar Már Guðjónsson, einn leikjahæsti leikmaður ÍA frá upphafi á fésbókarsíðu sína í dag.

Arnar Már slasaðist illa í leik gegn Val s.l. sunnudag. Í dag koma það í ljós að hann er með slitið fremra krossband í hné og rifinn liðþófa.

Arnar Már er því úr leik á þessu tímabili og framundan er aðgerð og endurhæfing hjá miðjumanninum sterka.

„Ömurlegar fréttir en ekkert sem að maður kemst ekki yfir. Fer fram á það við mína kæru liðsfélaga að klára tímabilið af krafti og munu þeir fá að heyra í mér af hliðarlínunni út tímabilið (ég get líka verið leiðinlegur þar),“ bætir Arnar Már við í skrifum sínum á fésbókinni.