Drífa Harðardóttir úr Badmintonfélagi ÍA og Erla Björg Hafsteinsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar stóðu uppi sem sigurvegarar á heimsmeistaramóti 40 ára og eldri í tvíliðaleiik í badminton.
Á leið sinni í úrslitaleikinn sigruðu þær Drífa og Erla leiki gegn liðum frá Japan, Þýskalandi, Póllandi og Sri Lanka. Í úrslitaleiknum léku þær gegn Helene Abusdal frá Noregi og Katja Wengberg frá Svíþjóð.
Í úrslitaleiknum höfðu Drífa og Erla Björg betur í spennandi leik, 24-22 og 21-10.