Bryndís Rún tryggði ÍA þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni


Bryndís Rún Þórólfsdóttir tryggði ÍA mikilvæg þrjú stig í botnbaráttunni í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Bryndís Rún skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu gegn botnliði ÍR.

Með sigrinum komst ÍA upp í 6. sæti deildarinnar eftir 13 umferðir og er liðið með 16 stig.

Þetta er fjórði sigurleikur ÍA á þessu tímabili og sá fyrsti undir stjórn þjálfarateymisins sem tók við liðinu nýverið.