Stórstjarnan Zara Larsson þandi raddböndinn í Akranesvita – sjáðu myndbandið


Zara Larsson er ein þekktasta tónlistarkona veraldar um þessar mundir. Sænski listamaðurinn kom við í Akranesvita í dag og þandi raddböndinn eins og heyra má í þessu myndbandi sem Björn Lúðvíksson tók í dag.

Zara tók þátt í tónleikahaldinu hjá Ed Sheeran á Laugardalsvelli og nýtti hún tækifærið til þess að ferðast um Ísland að loknu því verkefni.

Larsson sigraði m.a. í Idol keppninni í Svíþjóð þegar hún var 10 ára gömul.

Larsson hefur samið fjölda laga sem hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hún er 22 ára gömul, fædd árið 1997, og ferill hennar er rétt að byrja.

Hér fyrir neðan eru helstu smellir frá Zöru Larsson.