Kári, Andri og Ragnar blésu lífi í botnbaráttu Káramanna


Eggert Kári Karlsson, Andri Júlíusson og Ragnar Már Lárusson skoruðu mörk Kára í kvöld í 3-1 sigri liðsins gegn ÍR í 2. deild karla í kvöld.

Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Kára sem berst kröftulega fyrir tilverurétti sínum í 2. deildinni.

Kári er í 10. sæti með 17 stig en þar fyrir neðan eru KFG og Tindastóll.

Tvö neðstu liðin falla í 3. deild.

Þjálfari ÍR er Skagamaðurinn Jóhannes Guðlaugsson, oft kenndur við Vegamót, en hann lék með ÍA á árum áður og þjálfaði m.a. kvennalið ÍA í efstu deild.

Næstu leikir Kára eru hér fyrir neðan en liðið á eftir sex leiki.

Leikurinn var í beinni á ÍA TV.