Umtalsverð fjölgun í golfíþróttinni – en ekki á Akranesi


Umtalsverð fjölgun er í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí sl.

Um 4% heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí sl. og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug.

Hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi voru 471 skráðir félagar, þar af 79 börn og unglingar 15 ára og yngri. Það er sami félagafjöldi og var þann 1. júlí 2018. Breytingin er því engin og er það athyglisvert þar sem að frábært veður hefur verið í sumar og ný Frístundamiðstöð til staðar á Garðavelli.

Á Vesturlandi öllu var 6% fjölgun kylfinga.

Á landsvísu er aukningin mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri.

Rúmlega 60% allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76% skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi.

Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85% aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sá hér fyrir neðan:

Klúbbur15 ára og yngri16 ára og eldri2019Breyting á milli ára%
Golfklúbbur Reykjavíkur733,1593,2321685%
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar4801,4701,950-140-7%
Golfklúbburinn Oddur2531,2111,46423819%
Golfklúbburinn Keilir1321,1651,297121%
Golfklúbbur Mosfellsbæjar1861,0381,224918%
Nesklúbburinn2970873710%
Golfklúbbur Akureyrar16155571641%
Golfklúbbur Suðurnesja495385878116%
Golfklúbburinn Leynir7839347100%
Golfklúbbur Selfoss503934434411%
Golfklúbbur Vestmannaeyja56350406-14-3%
Golfklúbburinn Setberg3390393-14-3%
Golfklúbbur Öndverðarness1235636810%
Golfklúbbur Þorlákshafnar203033235320%
Golfklúbbur Álftaness3521224710%
Golfklúbbur Hveragerðis1721523242%
Golfklúbbur Grindavíkur16206222-12-5%
Golfklúbbur Ásatúns1209210116%
Golfklúbburinn Kiðjaberg22184206-12-6%
Golfklúbburinn Flúðir218518711%
Golfklúbbur Borgarness91751842214%
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar121601721912%
Golfklúbbur Sauðárkróks251421671611%
Golfklúbburinn Úthlíð0164164139%
Golfklúbbur Sandgerðis2140142-8-5%
Golfklúbbur Ísafjarðar813013843%
Golfklúbburinn Vestarr1133134-12-8%
Golfklúbbur Brautarholts31281316085%
Golfklúbbur Húsavíkur101151251110%
Golfklúbbur Fjallabyggðar298111033%
Golfklúbbur Hornafjarðar01001001416%
Golfklúbbur Hellu9899811%
Golfklúbbur Fjarðabyggðar176986-2-2%
Golfklúbburinn Mostri77986-1-1%
Golfklúbburinn Hamar176885-24-22%
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs126880-15-16%
Golfklúbburinn Jökull272742037%
Golfklúbbur Norðfjarðar1676823%
Golfklúbbur Seyðisfjarðar0686858%
Golfklúbburinn Dalbúi061611842%
Golfklúbburinn Þverá Hellishólum0595935%
Golfklúbbur Bolungarvíkur154055-4-7%
Golfklúbbur Siglufjarðar253551434%
Golfklúbburinn Glanni14849717%
Golfklúbburinn Geysir123143410%
Golfklúbbur Byggðarholts2384000%
Golfklúbbur Patreksfjarðar13738412%
Golfklúbburinn Ós13536620%
Golfklúbbur Bíldudals03636413%
Golfklúbbur Vopnafjarðar0353513%
Golfklúbburinn Vík0353526%
Golfklúbburinn Lundur03131519%
Golfklúbbur Skagastrandar0282800%
Golfklúbbur Hólmavíkur0252500%
Golfklúbburinn Hvammur Grenivík22224-6-20%
Golfklúbburinn Tuddi71724-12-33%
Golfklúbburinn Húsafelli0161600%
Golfklúbbur Staðarsveitar01515215%
Golfklúbburinn Gljúfri01212220%
Golfklúbbur Mývatnssveitar01111-2-15%
Golfklúbburinn Skrifla04400%
Samtals1,88215,97717,8596944%

Kylfingar eftir landshluta: 

LandsvæðiKylfingar 2019Breyting á milli áraHlutdeild landshluta í heildarfjölda kylfinga
Höfuðborgarsvæðið10,67541760%
Suðurnes1,123806%
Vesturland1,033386%
Vestfirðir335122%
Norðvesturland286362%
Norðausturland1,114-76%
Austurland377-92%
Suðurland2,91612716%
Samtals17,859694100%

Kylfingar eftir kyni og aldri: 

AldurKarlarKonur2019Breyting milli ára
9 ára og yngri42417259661%
10 til 19 ára1,2604751,735-9%
20 til 29 ára1,0391321,17113%
30 til 39 ára1,1281971,3253%
40 til 49 ára1,8586902,5480%
50 til 59 ára2,5171,6284,1451%
60 ára og eldri3,8852,4546,3397%
Samtals12,1115,74817,8594%