Skagamaðurinn Eiríkur Jónsson lagaprófessor verður dómari við Landsrétt. Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra þess efnis. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins.
Er skipan Þórdísar í samræmi við mat hæfnisnefndar sem mat Eirík hæfastan til að gegna embættinu. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Þess má geta að Þórdís Kolbrún er fædd og uppalinn á Akranesi.
Eiríkur var einnig á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út.