Fjórir leikmenn úr röðum ÍA í æfingahóp U-19 ára landsliðs karla


Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu karla sem tilkynntur var nýverið. Þorvaldur Örlygsson, fyrrum þjálfari ÍA, er þjálfari U-19 ára liðsins.

Æfingarnar fara fram 2.-6. september n.k.

Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2020.

Þar er Ísland í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi og er leikið dagana 13.-19. nóvember í Belgíu.

Jón Gísli Eyland Gíslason leikmaður ÍA er í hópnum en atvinnumennirnir ungu Hákon Arnar Haraldsson (FC Köbenhavn), Oliver Stefánsson (IFK Norrköping) og Ísak Bergmann Jóhannesson (IFK Norrköping) eru einnig í æfingahópnum. Jón Gísli og Oliver eru fæddir árið 2002 en Ísak Bergmann og Hákon Arnar eru fæddir árið 2003.

Jón Gísli Eyland Gíslason og Hákon Arnar Haraldsson.
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Hópurinn:

Róbert Orri Þorkelsson | Afturelding

Andri Fannar Baldursson | Bologna

Karl Friðleifur Gunnarsson | Breiðablik

Kristall Máni Ingason | FC Köbenhavn

Hákon Haraldsson | FC Köbenhavn

Danijel Dejan Djuric | FC Midtjylland

Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir

Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir

Arnór Ingi Kristinsson | Fylkir

Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta

Orri Hrafn Kjartansson | Heerenveen

Valgeir Valgeirsson | HK

Jón Gísli Eyland Gíslason | ÍA

Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping

Oliver Stefánsson | IFK Norrköping

Davíð Snær Jóhannsson | Keflavík

Vuk Óskar Dimitrijevic | Leiknir R.

Atli Barkason | Norwich City

Ísak Snær Þorvaldsson | Norwich City

Teitur Magnússon | OB Odense

Jökull Andrésson | Reading

Andri Lucas Guðjohnsen | Real Madrid

Mikael Egill Ellertsson | SPAL

Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan

Valgeir Lundal Friðriksson | Valur

Þórður Gunnar Hafþórsson | Vestri