Ísak Bergmann skoraði í frumraun sinni með aðalliði IFK Norrköping


Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tækifæri í byrjunarliði IFK Norrköping í kvöld í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Skagamannsins unga með aðalliði sænska úrvalsdeildarliðsins.

Um var að ræða leik í sænsku bikarkeppninni gegn IFK Timrå.

Ísak Bergmann gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark IFK Norrköping í 6-1 sigri liðsins.

IFK Norrköping tryggði sér með sigrinum sæti í 32 liða úrslitum.