Sjáðu markið sem Ísak Bergmann skoraði fyrir IFK Norrköping


Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta mark í gær fyrir aðallið IFK Norrköping. Skagamaðurinn ungi var að leika sinn fyrsta leik með aðalliði sænska úrvalsdeildarliðsins.

Um var að ræða leik í sænsku bikarkeppninni gegn IFK Timrå. Mótherjarnir leika í sænsku 2. deildinin sem er fjórða efsta deild í Svíþjóð. Í 2. deild í Svíþjóð er leikið í 6 riðlum og eru 14 lið í hverjum riðli, alls 84 lið.

Eins og áður hefur komið fram skoraði Ísak Bergmann þriðja mark IFK Norrköping í 6-1 sigri liðsins.

IFK Norrköping tryggði sér með sigrinum sæti í 32 liða úrslitum.