Káramenn tileinkuðu Arnari Dór fyrsta sigurinn á útivelli


Andri Júlíusson skoraði þrennu fyrir Kára í 3-1 sigri liðsins gegn Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu um s.l helgi.

Þetta var fyrsti útisigur Kára í sumar og stigin þrjú afar dýrmæt í harðri fallbaráttu liðsins.

Leikmenn og forsvarsmenn Kára tileinkuðu Arnari Dór Hlynssyni sigurinn en hann hefði fagnað 40 ára afmæli 25. ágúst. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig leikmenn Kára fögnuðu sigrinu mikilvæga.

Kári er með 21 stig í þriðja neðsta sæti en í fallsæunum þar fyrir neðan eru KFG með 15 stig og Tindastóll með 9 stig.