Akranes er sterkur valkostur fyrir fjölskyldufólk segir Ólafur Sævarsson hjá Domusnova

„Fasteignaverð hér á Akranesi hefur hækkað mjög mikið á síðustu 18-24 mánuðum. Það er allt útlit fyrir að þessi þróun haldi áfram. Íbúum á Akranesi á eftir að fjölga enn frekar. Það er eins og fleiri séu farnir að sjá alla þá möguleika sem Akranes hefur upp á að bjóða,“ segir Ólafur Sævarsson fasteignasali hjá Domusnova á Akranesi.

Kynningarefni:

Domusnova opnaði útibú hér á Akranesi í janúar á þessu ári. Ólafur segir að viðtökur Akurnesinga hafi farið fram úr björtustu vonum.

„Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka það traust sem viðskiptavinir Domusnova hafa sýnt með því að velja okkur til þess að aðstoða við stærstu fjárfestinguna á lífsleiðinni. Strax frá fyrsta degi hefur verið mikið að gera. Akurnesingar tóku vel á móti okkur og hafa leitað til okkar í miklu mæli og boðið okkur velkomna á svæðið.“

Ólafur segir að samkeppnin sé mikil í þessu fagi og það leiði af sér að fasteignasalar leiti nýrra leiða til þess að ná til kaupenda og seljenda.

„Við hjá Domusnova leggjum okkur fram við að halda uppi háu þjónustustigi. Það er að okkar mati eitthvað sem er nýtt í fasteignaviðskiptum hér á Akranesi. Þar ber hæst að ég sýni allar eignir fyrir áhugasama, og ég held opin hús fyrir seljendur. Allt án aukakostnaðar og að mínu mati er söluþóknun okkar á Domusnova mjög sanngjörn.“

Góðar myndir skipta miklu máli

Íslendingar skoða mikið af fasteignum á vefsíðum og þar skipta góðar myndir miklu máli til að fanga athygli þeirra sem eru í fasteignahugleiðingum.

„Það skiptir miklu máli að myndirnar af eigninni séu bjartar og góðar. Ég veit mín takmörk í þessum efnum, ég er betri í því að selja eignir en að taka myndir. Við erum því með fagljósmyndara sem sér um þessi mál fyrir okkur.“

Staðan á fasteignamarkaðinum á Akranesi er góð að sögn Ólafs en vöntun er á ákveðnum tegundum eigna.

„Það hefur verið mikil sala að undanförnu og mikil hreyfing á markaðinum. Sérstaklega í sérbýlum. Það er hinsvegar ekki nóg til af sérbýlum á markaðinum og það eru ekki góðar fréttir fyrir þá sem eru að leita að þannig eign. Ég óska því eftir fleiri sérbýlum til sölu,“ segir Ólafur í léttum tón.

Akranes hefur komið sterkt inn sem valkostur fyrir þá sem kjósa að búa í öflugu samfélagi þar sem gott er að ala upp börn.

Ólafur er með flott myndasafn frá Akranesi á skrifstofu Domusnova við Stillholtið.

Sterkur valkostur fyrir fjölskyldfólk

„Það sem mér finnst jákvæðast við stöðuna núna er að Akranes er sterkur valkostur fyrir fjölskyldufólk. Bæði hjá brottfluttum Skagamönnum sem vilja koma á ný í heimabæinn og einnig hjá fjölskyldum sem hafa engin sérstök tengsl við Akranes. Síðarnefndi hópurinn sér ótal tækifæri og möguleika að búa hér og ala upp börnin sín í góðu samfélagi. Ég þreytist ekki á því að selja Akranes sem frábæran kost. Hér er svo margt í boði og ég hef tekið eftir því að Akranes hefur unnið á sem búsetukostur.

Að lokum segir Ólafur að framtíðin sé björt á Akranesi og mikil uppbygging sé framundan.

Dalbrautarreiturinn stærsta verkefnið

„Í raun er verið að byggja á öllum þeim lóðum sem eru í boði. Stærsta verkefnið hjá okkur er Dalbrautar-reiturinn. Við finnum svo sannarlega fyrir því að margir hafa beðið lengi eftir slíkum valkosti. Nú þegar hafa mjög margar eignir verið seldar og í raun eru aðeins örfáar eftir. Þarna verða um 120 íbúðir. Það eru fleiri verkefni á teikniborðinu sem ég mun greina frá síðar. Ég býð alla þá sem eru í fasteignahugleiðingum að hafa samband. Ég mun taka glaður á móti öllum go aðstoða í einu og öllu. Ég vil vinna fyrir þig,“ sagði Ólafur Sævarsson fasteignasali hjá Domusnova við Skagafréttir.