Arnór í A-landsliðinu sem mætir Moldóvu og Albaníu


Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er í landsliðshóp Íslands sem mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020, 7. og 10. september.

Arnór leikur sem atvinnumaður hjá rússneska stórliðinu CSKA í Moskvu.

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, kynntu liðið á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Töluverðar breytingar eru á hópnum og má þar nefna að Valsmaðurinn
Birkir Már Sævarsson er ekki í leikmannahópnum. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru meiddir og eru því ekki valdir.

Leikmannahópur Íslands:

Ögmundur Kristinsdóttir
Hannes Þór Halldórsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Ari Freyr Skúlason
Hörður Björgvin Magnússon
Jón Guðni Fjóluson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hjörtur Hermannsson
Birkir Bjarnason
Emil Hallfreðsson
Aron Einar Gunnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Sigurðsson
Albert Guðmundsson
Viðar Örn Kjartansson
Jón Daði Böðvarsson
Gylfi Sigurðsson
Kolbeinn Sigþórsson