Einungis fimm sóknarprestar hafa þjónað Akurnesingum frá árinu 1886.
Starfsmannaveltan í þessu embætti er því með minnsta móti – miðað við mörg önnur embætti.
Að meðaltali hafa sóknarprestarnir á Akranesi starfað samfellt í 26,6 ár.
Sr. Jón A. Sveinsson var í embættinu í 35 ár sem er met. Hann var fyrsti sóknarpresturinn á Akranesi.
Sr. Þráinn Haraldsson er aðeins sjötti sóknarpresturinn í 133 ára sögu prestakallsins á Akranesi.
Eins og komið hefur fram var Þráinn kjörinn sóknarprestur um miðja þessa viku.
Miðað við söguna þá má búast við því að Þráinn verði sóknarprestur á Akranesi í það minnsta til ársins 2046 – en þá verður Þráinn 62 ára gamall.
Sóknarprestar á Akranesi frá upphafi:
Sr. Jón A. Sveinsson 1886-1921 (35 ár).
Þorsteinn Briem 1921-1946 (25 ár).
Jón M. Guðjónsson 1946-1975 (29 ár).
Björn Jónsson 1975 – 1997 (22 ár).
Eðvarð Ingólfsson 1997 – 2019 (22 ár).
Þráinn Haraldsson 2019 –