2. flokkur ÍA landaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð


Sameiginlegt lið ÍA/Kára og Skallagríms er Íslandsmeistari í keppni í 2. flokki karla í knattspyrnu. ÍA/Kári/Skallagrímur gerði 2-2 jafntefli í kvöld gegn sameiginlegu liði Fylkis/Eilliða.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði bæði mörk liðsins. Sigurður Jónsson og Elínbergur Sveinsson eru þjálfarar ÍA/Kára/Skallagríms.

Á sama tíma tapaði sameiginlegt lið Breiðabliks/Augnabliks en liðið er átta stigum á eftir þar með er ljóst að ÍA/Kári/Skallagrímur er Íslandsmeistari 2019.

ÍA/Kári/Skallagrímur á tvo leiki eftir á Íslandsmótinu 2019. Liðið hefur unnið 12 leiki og gert 3 jafntefli. Liðið hefur ekki tapað leik í deild eða bikarkeppni KSÍ á tímabilinu.

ÍA/Kári/Skallagrímur enn með í baráttunni um bikarmeistaratitilinn 2019 þar sem liðið er komið í undanúrslit.

Þetta er annað árið í röð sem liðið fagnar þessum titli. Árið 2004 og 2005 náði ÍA að vinna Íslandsmótið tvö ár í röð í 2. flokki karla.

Í fyrra lauk 13 ára bið ÍA eftir þessum titli.

Þetta er í 10. sinn ÍA vinnur Íslandsmótið hjá 2. flokki karla.

ÍA varð fyrst meistari árið 1946 eða fyrir 73 árum.

2019: ÍA/Kári/Skallagrímur
2018: ÍA/Kári/Skallagrímur
2005: ÍA
2004: ÍA
2002: ÍA
2001: ÍA
1992: ÍA
1973: ÍA
1960: ÍA
1942: ÍA