Kartöflurækt til styrktar börnum í Malaví – „breytum krónum í gull“


Nemendur og starfsfólk Grundaskóla hafa á undanförnum dögum unnið hörðum höndum að því að taka upp kartöflur.

Uppskeran er góð, jafnvel tíföld á við meðalár enda hafa umhverfisþættir verið hagstæðir fyrir kartöflurækt á undanförnum mánuðum.

Frá þessu er greint á fésbókarsíðu Grundaskóla.

Grundaskóli tók á leigu kartöflugarða s.l. vor og þar var sett niður útsæði. Ræktunin er hluti af verkefninu „að breyta krónum í gull“. Kartöflurnar verða seldar til styrktar börnum í Malaví sem búa við bágar aðstæður.

Malavísöfnun Grundaskóla skilaði 650.000 kr. í fyrra eins og sjá má í þessum fréttum á skagafrettir.is

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/09/malavisofnun-grundaskola-skiladi-650-000-kr/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/12/11/nemendur-grundaskola-sofnudu-harri-fjarhaed-fyrir-born-i-malavi/