Kristinn Hallur kemur inn í bæjarstjórn Akraness fyrir Gerði Jóhönnu


Kristinn Hallur Sveinsson, sem skipaði fjórða sæti framboðs Samfylkingarinnar á Akranesi í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hefur nú tekið sæti í bæjarstjórn Akraness.

Eins og áður hefur komið fram hefur Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi.

Það var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær og verður Gerður í í leyfi á tímablinu 10. september – 22. október af persónulegum ástæðum.