Akraneskaupstaður sér um bókhaldsvinnuna fyrir Höfða


Fjármálasvið Akraneskaupstaðar mun sjá um bókhaldið fyrir Dvalarheimiliði Höfða.

Samningur þess efnis var samþykktur á síðasta bæjarstjórnarfundi. Verkefnið er til reynslu og stendur það yfir í eitt ár.

Bæjarráð samþykkti að bæta við kr. 4.800.000 fjárhagsáætlun ársins 2019, vegna ráðningu verkefnastjóra í 50 % starfshlutfall.

Markmiðið með verkefninu er að lækka kostnað samstæðu Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Einstaklingurinn sem hafði verkefnið með höndum hjá Höfði fór á eftirlaun í maí síðastliðnum en ábyrgð á hluta verkefnisins hvíldi einnig á framkvæmdastjóra heimilisins.

Aukið hefur verið tímabundið starfshlutfall núverandi verkefnastjóra á fjármálasviði til að hafa umsjón með verkefninu.