Nýr 144,5 tommu risaskjár vígður á Akranesvelli


Nýr og glæsilegur upplýsingaskjár verður vígður á föstudaginn á Akranesvelli. Um er að ræða 144,5 tommu LED skjá frá fyrirtækinu Exton.

Um er að ræða gjörbyltingu frá gömlu skortöflunni og tímaklukkunni sem var á sama stað við knattspyrnuvöllinn á Akranesi.

Nýi upplýsingaskjárinn er með unilumin 6,67 mm pixel skjá. Stýrikerfið er frá Scoreboard System.

Notkunarmöguleikarnir eru fjölmargir, nýta má skjáinn til að birta myndir af leikmönnum, sýna hver skoraði og innáskiptingar, spila auglýsingar og minna á næsta leik eða æfingar.

„Risa LED skjár með hárri upplausn eykur VÁ-áhrifin og gerir upplifun áhorfenda af leiknum enn skemmtilegri,“ segir í tilkynningu frá Exton.

LED skjárinn verður vígður á leik ÍA og Aftureldingar í Inkasso-deild kvenna á föstudaginn. Leikurinn hefst kl. 17:15.