Nóg um að vera á ÍATV frá föstudegi fram til sunnudags


Það verður nóg um að vera hjá frábæru sjálboðaliðateymi ÍATV um helgina.

Dagskráin verður þétt á netsjónvarpsstöðinni sem hefur vakið mikla athygli fyrir framúrskarandi þjónustu, fagmennsku og úthald.

Knattspyrnuleikir verða áberandi í dagskrá helgarinnar.

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 13.09:
16:45
– Norðurálsvöllur, ÍA – Afturelding
*Inkasso-deild kvenna.
ÍA er í harðri baráttu fyrir tilverurétti sínum í næst efstu deild. ÍA er í 7. sæti með 16 stig en Afturelding er í 5. sæti með 21 stig. ÍA er aðeins einu stigi frá fallsæti og þarf því nauðsynlega á sigri eða stigi að halda. Það verður því hörkuleikur á Norðurálsvellinum í kvöld.

Laugardagur 14.09.
14:45 – ÍA/Kári/Skallagrímur – KA/Dalvík/Reynir/Magni
*2. flokkur karla.
ÍA/Kári/Skallagrímur hefur nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í keppni A og B liða. Eftir leikinn verður Íslandsmeistarbikarinn afhentur.

Sunnudag 15.09.
15:45 – ÍA – Grindavík
*Pepsi-Maxdeild karla.
20. umferð efstu deildar karla, útvarpslýsing. ÍA er í 8. sæti deildarinnar en Grindavík í því næst neðsta.