Sóknarnefnd íhugar að skila „hefndargjöf“ frá Akraneskaupstað


Sóknarnefnd Akraneskirkju íhugar að skila gjöf sem Akraneskaupstaður afhenti Akraneskirkju árið 2008.

Um er að ræða gamla Iðnskólahúsið við Skólabraut, en Akraneskaupstaður gaf Akraneskirkju eignina árið 2008.

Ástæðan fyrir þessari hugmynd er að margvíslegar skemmdir komu fram í húsinu fljótlega eftir að gjöfin átti sér stað. Meðal annars á klæðningu sem ekki var unnin í samræmi við verklýsing.

Að öðru leyti hrakar ástandi hússins hratt, úti sem inni, og má með sanni segja að þetta hafi orðið hálfgerð hefndargjöf. Ekki sé eðlilegt að bæjarfélag sem átti húsið og ákvað að það yrði friðað komi því yfir á aðra aðila með takmörkuð fjárráð,“ segir m.a. í bréfi sem Sóknarnefnd Akraneskirkju sendi nýverið á bæjarráð.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að ráðið felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að hitta fulltrúa sóknarnefndarinnar. Afgreiðslu málsins var síðan frestað.

Bréfið frá Sóknarnefndinni er heild sinni hér fyrir neðan.