Arnar stýrði Víkingum til sigurs í Mjólkurbikarnum


Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson stýrði liði Víkings úr Reykjavík til sigurs í Mjólkurbikarkeppni KSÍ s.l. laugardag.

Þetta er í annað sinn sem Víkingur fagnar sigri í þessari keppni en 48 ára bið félagsins eftir þessum titli lauk s.l. laugardag með 1-0 sigri gegn liði FH,

„Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar við fotbolti.net eftir leikinn en hann gerði nýjan samning við félagið í aðdraganda úrslitaleiksins. Samningur til tveggja ára sem er óuppsegjanlegur.

Þórður Þorsteinn Þórðarson, fyrrum leikmaður ÍA, var í byrjunarliði FH.