Brot úr sögu Skagablaðsins – 1. hluti


Skagablaðið var áskriftarblað sem gefið var út vikulega hér á Akranesi á árunum 1984-1994.

Skagamaðurinn Sigurður Sverrisson var lengst af ritstjóri blaðsins og útgefandi.

Skagablaðið naut vinsælda á meðal bæjarbúa en á upphafsárum Skagablaðsins var það selt í rúmlega 1000 eintökum á Akranesi og víðar.

Skagablaðið er nú aðgengilegt á vefnum timarit.is og það er óhætt að segja að þar sé marga gullmola að finna.

Við hér á skagafrettir.is ætlum að birta á næstu vikum og mánuðum brot úr greinum og fréttum Skagablaðsins.

Spurning vikunnar frá því föstudeginum 9. nóvember árið 1984 afar áhugverð.

Notar þú endurskinsmerki?

Þar má sjá að ökukennarinn Ágústa Friðriksdóttir á enn margt ólært, Hörður Harðarson gekk ekki mikið um götur bæjarins, Eyrún Inga Þórólfsdóttir var enn að ákveða sig og Steinunn Árnadóttir var sú eina sem var með þetta á hreinu.