Stefán Teitur stimplaði sig inn með glæsilegu marki


Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í gær fyrir ÍA í Pepsi-Maxdeild karla. Markið var stórglæsilegt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan frá Stöð 2 sport.

Stefán Teitur þrumaði boltanum í netið beint úr aukaspyrnu gegn Grindvíkingum í gær á Norðurálsvellinum. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1.