Hvaða formlega nafn fær „Frístundamiðstöðin“?


Frístundamiðstöðin við golfvöllinn á Akranesi fær á næstunni formlegt nafn.

Mannvirkið var tekið í notkun í maí á þessu ári, aðeins rúmlega ári eftir að framkvæmdir hófust við bygginguna.

Frá því að verkefnið fór af stað hefur nafnið „Frístundamiðstöð“ verið notað um bygginguna.

Það mun breytast á næstunni og mun mannvirkið fá formlegt nafn.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýverið að fela bæjarstjóranum Sævari Frey Þráinssyni það verkefnið að finna lausn á þessu máli.

Boltinn er því hjá Sævari Frey en ekki hefur verið ákveðið hvernig útfærslan á þeirri hugmyndavinnu verður.